processing...

NÝSKRÁNING SEM FYRIRTÆKI

SKREF FYRIR SKREF -  OG NAUÐSYNLEGAR UPPLÝSINGAR

Verð aðeins

950,- DKK hver auglýsing (án vsk.)

Nýskráning: Nýtt fyrirtæki

Veljið: Fyrirtæki

Tölvupóstur: Virkjaðu aðganginn þinn með því að smella á tengil í tölvupóstinum sem þú fékkst senda frá kerfinu

  • Þú færð tölvupóst frá HH Ráðgjöf til að virkja aðganginn (ef þú finnur hann ekki í innhólfinu þínu, athugaðu þá í ruslpóstinum)
    • Það verður að færa tölvupóstinn yfir í innboxið ef hann hefur lent í ruslpóstinum áður en aðgangurinn er virkjaður. Eftir þá einfaldlega ýttu á takkann sem stendur á virkja aðgang
  • Eftir að ýtt hefur verið á hnappinn til að virkja aðganginn þá færist þú yfir í profílinn þinn til að klára að fylla út restina af upplýsingunum sem upp á vantar.

 Setja upp: Prófíl fyrir fyrirtæki

Áríðandi er að fylla út alla reitina sem eru þarna, því meira sem fyrirtækið fyllir út því áhugaverðara verður fyrirtækið fyrir umsækjendum. HH Ráðgjöf mælir með að öll box séu fyllt út vandlega og á sem vandaðastan hátt. 

  • Fylla þarf út í prófíl fyrirtækis eftirfarandi:
    • Kennitölu fyrirtækis
    • Nafn fyrirtækis
    • Heimilsfang fyrirtækis (höfuðstöðvar)
    • Símanúmer fyrirtækis
    • Tölvupóstfang þangað sem reikningar eiga að berast og nafn móttakanda (ef ekkert nafn, þá má nefna t.d. bókhald, mannauðsdeild osfrv.)
  • Bæta þarf við logo fyrirækis - hámarks stærð er 2,5 mb
  • Opnunar mynd (bakgrunnsmynd) - valfrjálst.
  • Hlekki á samfélagsmiðla fyrirtækis
 

Þegar notandi hefur fyllt út upplýsingar um fyrirtækið er áríðandi að ýta á - VISTA
Þegar þessu er lokið er áríðandi að fara í stillingar - en afhverju ...?

Hvað er mikilvægt að gera í stillingum áður en fyrsta auglýsingin er gerð - sjá hér að neðan.

Nauðsynlegt er að setja upp / stilla allar grunnstillingar í upphafi þegar fyrirtækjaprófill er búin til - en þetta þarf bara að gera í fyrsta skipti þegar stofnaður er aðgangur fyrirtækis.

  • Á forsíðunni þegar þú  hefur skráð þig inn eða ert innskráð/ur sem fyrirtæki, þarf að fara í "stillingar"
 

Inn í stillingum er hægt að útbúa spurningar undir "viðbótaspurningar" 

  • En með kerfinu fylgja fjórar algengustu spurningarnar, en þeim er hægt að breyta - en þessar spurningar eru:
    1. Ertu með hreint sakavottorð?
    2. Ertu með ökuskírteini?
    3. Reykir þú?
    4. Veipar þú?
Þessar spurningar eru alltaf aðgengilegar þegar ný auglýsing er gerð inn í kerfinu, en það er ekki nauðsynlegt að nota þér, þú getur einnig valið aðrar spurningar sem þú vilt frekar hafa aðgengi að.
 
  • Þegar nýjar spurningar eru gerðar er hægt að velja á milli fimm mismunandi svarmöguleika - þeir eru:
    • Opin spurning, textabox til að skrifa frjálsan texta inn í : Þennan svarmöguleika er ekki hægt að nota þegar sía á út umsækjendur 
    • Velja dagsetningu: Þennan svarmöguleika er ekki hægt að nota þegar sía á út umsækjendur 
    • Að biðja um "já" eða nei" svar: Þennan svarmöguleika er hægt að nota þegar sía á út umsækjendur í kerfinu
    • Að velja einn möguleika af mörgum sem eru í boði: Þennan svarmöguleika er hægt að nota þegar sía á út umsækjendur í kerfinu
    • Að velja fleiri en einn möguleika af mörgum ser eru í boði: Þennan svarmöguleika er hægt að nota þegar sía á út umsækjendur í kerfinu

Gott er að vita hvað er mikilvægt að gera áður en fyrsta atvinnuauglýsingin er gerð - ef þú ert enn óviss eftir að hafa farið í gegnum þessar leiðbeiningar, þá getur þú alltaf haft samband við okkur og við aðstoðum þig með ánægju.

Það er alltaf hægt að breyta lykilorði notanda hjá fyrirtækinu - þú getur einnig alltaf breytt þínu lykilorði og við hvetjum þig til að gera það reglulega

  • Hægt er að bæta við nýjum notanda fyrir fyrirtækið þitt, þegar nýr notandi hefur verið stofnaður þá fær viðkomandi sendan tölvupóst til að virkja aðganginn sinn og búa sér til lykilorð.
 

Nauðsynlegt er að fara inn í "svar með tölvupósti" í stillingar og aðlaga það betur að þínu fyrirtæki:

  • Sjálfvikur tölvupóstur kemur beint frá ráðningakerfinu - og einfaldar öllum vinnuna og um leið gefur merki um fagleg vinnubrögð
    • Kerfið sendir sjálfkrafa tölvupóst í tveim tilfellum - þegar umsækjandi hefur verið merktur ráðinn og þegar umsækjandi hefur sótt um starf. Sjá nánar undir stillingar - "svar með tölvupósti" - textanum getur þú breytt og við hvetjum þig til að fara vel yfir textann sem nú er þegar fyrir og gera hann að þínum texta.
      • Síðan getur þú valið að senda t.d. öllum sem eru í dálkinum "Hafnað" - þar eru allir þeir umsækjendur sem þú hefur ákveðið að hafna að ráða - þú þarft bara að senda einn tölvupóst, það pikkar upp nafn hvers umsækjanda og sendir viðkomandi svar fyrir hönd fyrirtækis þar sem honum er þakkað fyrir að sækja um og viðkomandi fær að vita stöðu umsóknar.
      • Einnig er hægt að senda öllum sem eru í dálkinum "kannski" - þetta er t.d. hægt að nota ef nauðsynlegt þykir að nota lengri tíma en auglýst var til að vinna úr umsækjendum og þeir látnir vita
        • Hér eins og áðan er mikilvægt að lesa mjög vel yfir textana og gera þá að þínum - ekki má breyta hornklofum eða því sem inn í þeim stendur t.d. [JOBNAME] - þetta þarf að vera svona til að nafn viðkomandi sé pikkað upp úr umsókninni.